Um okkur

 
 

Búslóðageymsla Olivers hefur verið starfrækt óslitið frá 1986 bæði í eigin húsnæði og leiguhúsnæði. Eigendur eru hjónin Oliver Edvardsson og Sigrún Björk Sigurðardóttir. Fyrirtækið byrjaði í 75 fermetrum í Starmýri í Reykjavík árið 1986 og strax á fyrsta ári var stækkað í 220 fermetra sem var leiguhúsnæði í Kaplahrauni í Hafnarfirði. Næsta skref var að kaupa 450 fermetra iðnaðarhúsnæði á Bíldshöfða 16 í Reykjavík og þar störfuðum við í allmörg  ár.  Enn var farið í að stækka og verslað húsnæði á Draghálsi 14-16 og tekið á leigu á Fossháls 13-15 alls 800 fermetrar. Árið 2004 var flutt í 1600 fermetra leiguhúsnæði í Skeifunni og starfað þar til 2009. Eftir 2008 var ekki þörf á svo stóru húsi í þesum  bransa og samið við leigufélag um minkun í 700 fermetra sem staðsett er í Auðbrekku  Kópavogi og erum þar í dag árið 2017. Árið 2014 var farið í að sinna norðurlandi með geymsluhúsnæði á Námuvegi 2 á Ólafsfirði og eigum við þar 800 fermetra hús. Nú í oktober 2017 byrjuðum við að auglýsa geymsluþjónustu fyrir norðurland allt  og örtstækkandi byggð á Akureyri og geymum á Ólafsfirði með flutningsþjónustu fyrir þá sem það vilja.

Þann 1. júlí 2018 var  hætt að geyms búslóðir á suðurlandi ( Reykjavík) eftir 32 ára langa þjónustu, þar sem verðþróun á leiguverði er ört hækkandi síðustu ár og komið á það stig að við viljum ekki rukka það verð sem þarf til að reka þessa þjónustu.  Eins og fram kom hér að ofan fjárfestum við í húsnæði á skynsamlegu verði og getum boðið þjónustuna áfram á sama verði og verið hefur síðustu ár .

 

 

 

 

 


Previous page: Langtimageymsla