Þjónustan

 

  

Búslóðageymsla Olivers

geymir búslóðir eingöngu á norðurlandi.

 

 

 

Hvernig fer þjónustan fram:

Þú hringir ( 892- 0808 ) eða hefur samband með tölvupósti olivermidlarinn@gmail.com , og pantar geymsluplass. Það þarf ekki að áhveða í upphafi hversu mikið pláss þú þarft. Þegar við höfum fengið allar upplýsingar sem þarf er áhveðið hvenær á að flytja búslóðina til okkar . Búslóðir eru geymdar á eurobrettum og vafið hvert bretti með strekkifilmu þannig að það er innsiglað og lokað. Hvert bretti ( eurobretti) er 80 cm x 120 cm og er venjulega raðað upp í rúmlega 2 metra á hæð, eða eins og gott er að vefja og vinna við brettið. Hvert bretti telur ca 2 rúmmetra í geymslu og geymslugjaldið er reiknað í rúmmetrum. 

 

Búslóð úr 70 fermetra íbúð gæti tekið 12 - 14  rúmmetra pláss eða 6 til 7 bretti. 

Bílstjórinn þinn sér síðan um að koma með brettin í geymsluna og þar er hvert bretti merkt og breytt yfir með brettahettu  til að verja brettið frekar fyrir ryki ef geyma á lengi.  Brettunum er síðan komið fyrir á merktum stæðum í sal og þar eru þau þar til eigandinn hefur fundið sér nýtt húsnæði og pantar búslóðina til sín eða sækir sjálfur ef svo ber undir.

Enginn umgangur er leyfður um svæðið.

Flutningsgjaldið er greitt sér til flutningsaðilans.

Geymslugjaldið er greitt fyrir mánuð í senn og hver mánuður er greiddur fyrirfram, Enginn umgangur er leyfður um svæðið, uppsagnafrestur á geymsluplássinu eru 30 dagar miðað við mánaðamót.

 

 

 

olivermidlarinn@gmail.com

 

GSM: 892 08 08 

 

 


Previous page: Heim
Next page: Verðskrá